Vantar þig leiðsögn og aðstoð tengda námi og starfi?
Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og störf.
Með náms- og starfsráðgjöf færðu meðal annars:
- Upplýsingar um nám og störf.
- Aðstoð við að velja þér nám eða starf.
- Aðstoð við að kanna áhugasvið þitt, færni og persónulega styrkleika með tilliti til náms og starfa.
- Aðstoð við mat á möguleikum til náms og starfa.
- Aðstoð til að takast á við hindranir í námi, s.s. prófkvíða og lesblindu.
- Aðstoð við að setja þér markmið og gera áætlun um náms- eða starfsþróun.
- Leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi t.d. glósugerð og prófundirbúning.
- Áhugasviðsgreiningu sem getur auðveldað val á námi og starfi.
- Upplýsingar og aðstoð með raunfærnimat.
- Aðstoð við gerð ferilskrár (CV) og atvinnuumsókna.
- Ráðgjöf og aðstoð varðandi undirbúning starfsloka.
Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf, hópráðgjöf og ráðgjöf á vinnustöðum.
Náms- og starfsráðgjafar mæta þér á þínum forsendum og þú getur bókað viðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá næstu fræðslu- og símenntunarmiðstöð. Ráðgjöf er þér að kostnaðarlausu á grundvelli samnings fræðslu- og símenntunarmiðstöðva við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Fyrirtæki eru hvött til að nýta náms- og starfsráðgjafa símenntunarmiðstöðvanna sem geta veitt starfsfólki ráðgjöf um persónulega þróun starfshæfni.