Mannauðs- og starfsþróunarmál skipta fyrirtæki og stofnanir miklu máli. Góð þarfagreining er lykilatriði til að mæta þörfum starfsmanna.
Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar veita fyrirtækjum og stofnunum þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að því að efla mannauð sinn og er þjónustan aðlöguð að þörfum hvers fyrirtækis. Símenntunarmiðstöðvarnar greina þarfir fyrir fræðslu innan fyrirtækja, hvort sem er fyrir fyrirtækið í heild sinni eða einstakar deildir/svið.
Meðal þess sem boðið er upp á er „Fræðslustjóri að láni“ inn á vinnustaðinn, þarfagreiningar, gerð fræðsluáætlana, stuttir hnitmiðaðir fyrirlestrar, styttri eða lengri námskeið, umsjón og skipulagning starfsdaga, stefnumótun, hópefli og náms- og starfsráðgjöf meðal starfsfólks.